18 Maí 2009 12:00
Sérsveit ríkislögreglustjóra stóð fyrir námskeiði í síðustu viku með þátttöku sérsveita frá Noregi, Danmörku og Finnlandi. Að þessu sinni voru æfð ýmis atriði við klifur og sig og fóru æfingar að mestu fram í klettabeltum Esjunnar og á Suðurnesjum. Meðan á æfingum stóð höfðu sérsveitarmennirnir aðstöðu á öryggissvæði Varnarmálastofnunar á Miðnesheiði, en þar er aðstaða mjög góð og allur aðbúnaður eins og best verður á kosið.
Samstarf sérsveita Norðurlandanna á sér áralanga sögu og er mikilvægur þáttur í starfsemi sérsveitanna. Auk þess að æfa saman gefst mönnum kostur á að bera saman bækur sínar um aðferðir við úrlausn verkefna, búnað sérsveitanna svo dæmi séu tekin.
Myndir hér að neðan eru frá æfingunni sem haldin var dagana 11. til 15. maí.