30 Ágúst 2011 12:00
Þann 29. ágúst stóð sjósundfélag lögreglunnar fyrir minningarsundi Eyjólfs Jónssonar frá Ægissíðunni að Bessastöðum.
Lagt var upp með að synda stystu leið eða 2,5 km, en við athugun á korti að sundi loknu virðist sem vegalengdin hafi verið um 2,85 km þar sem komið var að landi.
Að þessu sinni þreyttu þeir Jón Kristinn Þórsson og Arnþór Davíðsson sundið. Hitastig var tæpar 12 gráður. Sjórinn var verulega úfinn og leiðinlegur til að byrja með en var orðinn sléttur og flottur nær Álftanesinu. Að sundinu loknu var slakað á í pottinum í Nauthólsvík. Sundtíminn var 01:20 mín. Bátur frá sérsveit ríkislögreglustjórans fylgdi sundmönnunum yfir