3 Ágúst 2019 15:46
Við komu ferjunnar Norrönu til Seyðisfjarðar fimmtudaginn 1. ágúst sl. stöðvuðu tollverðir tvo erlenda karlmenn. Í ljós hefur komið að í vörslum þeirra var mikið magn fíkniefna. Lögreglan á Austurlandi í samvinnu við lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins sem er á frumstigi. Kærðu voru leiddir fyrir Héraðsdóm Austurlands og voru nú fyrir hádegi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur að kröfu lögreglustjóra. Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og verða ekki gefnar frekari upplýsingar að svo stöddu.