13 Október 2020 16:19
Þann 4. ágúst síðastliðinn fékk Lögreglustjórinn á Austurlandi jafnlaunavottun frá úttektar og vottunarfyrirtækinu Versa/Vottun. Á skjali sem afhent var af því tilefni kemur fram að embættið starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur IST 85:2012 og varða öll laun og öll kjör starfsfólks embættisins.
Tilgangur jafnlaunavottunar er að draga úr kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna, efnahagslegu jafnræði sem að endingu muni meðal annars skila sér í jafnari lífeyrisgreiðslum kvenna og karla. Markmiðið er að auka almenna starfsánægju og trú starfsmanna á að mannauðsstjórnun sé fagleg og að bæta sýn stjórnenda á starfsmanna- og launamál. Það auðveldi starfsmannahald og rökstuðning við launaákvarðanir.
Lögreglan á Austurlandi fagnar því að áfanga sé náð í átt að gagnsærra og réttlátara launakerfi og sér þarna gott stjórntæki sem mun efla lögregluna til framtíðar.
Jafnlaunastefnu embættisins má finna hér.