16 Mars 2004 12:00
Allt síðastliðið ár var lagt hald á tæp 55 kg af hassi en fyrstu tvo mánuði ársins hefur lögregla og tollgæsla lagt hald á ríflega helming þess magns, þá hefur einnig verið umtalsverð aukning í haldlagningu e-tafla og kókaíns.
Í töflu 1 gefur að líta haldlagningar helstu fíkniefna í janúar og febrúar 2000 til 2004. Hafa verður í huga að árið 2000 voru kannabisplöntur ekki taldar sérstaklega, heldur vigtaðar og þá flokkaðar sem maríhúana.
Tafla 1
Tegund efnis
2000
2001
2002
2003
2004
Hass (g.)
2.607,20
2.763,18
11.913,03
6.437,23
27.563,35
Maríhúana (g.)
3.750,00
161,68
163,63
1.305,67
260,50
Kannabisplöntur (stk )
–
11
416
641
96
Amfetamín (g.)
60,68
107,90
5.209,50
192,92
1.251,22
E-pillur (stk.)
28,5
177
117
184
1.102,5
Kókaín (g.)
23,35
78,63
196,59
20,83
270,52
Mest haldlagt á landamærum
Á landamærum var lagt hald á 23.646,63 g af hassi, 1,31. g af maríhúana, 228,45 g af kókaíni og 3,5 g af amfetamíni og 1.000 stk. af e- töflum.
Embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli lagði hald á í 19 málum 14.002,55 g af hassi, 1,31, g af maríhúana, 96,82 g af kókaíni og 0,19 g af amfetamíni. Rannsókn vegna þessara mála var í höndum lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, utan tveggja mála er hlutu rannsókn við embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Í þeim málum voru haldlögð 10.102,66 g af hassi og 96,82 g af kókaíni.
Embætti tollstjórans í Reykjavík lagði hald á í 15 málum 9.644,08 g af hassi og 3,31 g af amfetamíni, 131,63 g af kókaíni og 1.000 e-töflur. Rannsókn vegna haldlagningar tollgæslunnar á 131,63 g af kókaíni og 1.000 e-töflum fór fram við embætti lögreglustjórans í Keflavík Rannsókn vegna annarra haldlagninga tollgæslunnar í Reykjavík fór fram við embætti lögreglustjórans í Reykjavík.
Virkt fíkniefnaeftirlit um allt land
Þá voru einnig umfangmiklar haldlagningar inni í landinu á tímabilinu og má helstar nefna haldlagningu á amfetamíni en lögreglan í Reykjavík lagði hald á 561,74 g og lögreglan í Keflavík 544,63 g.
Lögregla og tollgæsla hafa á liðnum árum lagt áherslu á að sinna fíkniefnamálaflokknum eins og sjá má í töflu 2, en þar má sjá fjölda fíkniefnabrota, skipt eftir eðli brotanna fyrstu tvo mánuði hvers árs. Fíkniefnabrotum hefur því vegna aukinna aðgerða lögreglu og tollgæslu fjölgað mikið um allt land á liðnum árum, eða úr 103 árið 2000 í 240 árið 2004.
Tafla 2
Tegund
fíkniefnabrots
2000
2001
2002
2003
2004
Dreifing sala
11
10
10
22
18
Innflutningur
17
12
27
19
35
Varsla, neysla
64
91
80
150
157
Framleiðsla
1
3
4
11
8
Ýmis fíkniefnabrot
10
11
18
24
22
Samtala
103
127
139
226
240