24 Janúar 2013 12:00
Lögreglumenn gerðu í dag húsleit á heimili manns í Grímsnesi vegna gruns um að hann stæði að áfengisframleiðslu. Á heimili mannsins fannst hátt í 200 lítrar af gambra sem kraumaði í enda nýleg lögn. Auk þess voru þar tæpir 50 lítrar af landa sem var um 30 prósent að styrkleika. Einnig voru á staðnum eimingartæki og annar búnaður til framleiðslunnar. Hald var lagt á vökvann og tólinn. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu í lögreglustöð. Þetta er í annað sinn sem lögreglumenn á Selfossi komast á snoðir um landaframleiðslu. Lögreglumenn á Selfossi hafa verið að fá ábendingar um landaframleiðslu og fíkniefnaræktun. Allar slíkar ábendingar eru skoðaðar. Lögregla hvetur alla sem vita af slíku að koma upplýisingum til lögreglu í síma 480 1010. Eins og áður hefur komið fram er stundum mikill sóðaskapur við slíka framleiðslu og mikil hætta á ferðum fyrír þá sem neyta drykkja og efna.