2 Ágúst 2012 12:00
Lögreglan á Selfossi og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu komu í veg fyrir að 65 lítrar af 45% landa kæmist í umferð á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglumenn hjá LHR fundu landann þar sem honum hafði verið komið til flutnings hjá flutningafyrirtæki í Reykjavík. Grunur beindist fljótt að tilteknum einstaklingi á Selfossi. Þar var gerð húsleit þar sem fundust rúmir 58 lítrar til viðbótar auk stera. Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið. Þeir voru saman í bíl á Selfossi. Ábending barst um hvar framleiðslan fór fram en við nánari skoðun kom í ljós að tæki og tól voru ekki þar. Þau hafa ekki fundist og mennirnir tveir ekki sagt til þeirra. Hins vegar viðurkenndu annar þeirra að eiga landann og að hafa ætlað hann til sölu á þjóðhátíð í Eyjum.