20 Febrúar 2015 11:06
Óvenju mörg umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í Grindavík slapp kona betur en á horfðist þegar hún klemmdist milli tveggja bifreiða. Hún var að koma út úr annarri þeirra þegar hinni bifreiðinni var bakkað á hana þannig að hún varð á milli. Konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist hún ekki alvarlega slösuð.
Þá hafnaði lítil rúta með átta farþega innan borðs hálf utan vegar á Garðvegi þegar bílstjórinn missti stjórn á henni. Fleiri útafakstrar urðu vegna slæmra akstursskilyrða. Einn ökumaður ók á vegrið á Reykjanesbraut og annar ók á ljósastaur í Keflavík. Þrír árekstrar urðu í umdæminu.
Ekki urðu alvarleg slys á fólki vegna þessara óhappa