7 Desember 2020 14:47
Í samræmi við áherslur lögreglunnar á Austurlandi í desember kannaði lögregla ástand sjötíu ökumanna um helgina og búnað ökutækja þeirra, ljós og dekk. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi í samstarfi við vegfarendur. Besta mögulega niðurstaða þess væri slysalaus mánuður.
Athugasemdir voru gerðar við ljósabúnað í nokkrum tilvikum en engar við dekkjabúnað. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og er hans mál í ferli.
Engin umferðarslys með meiðslum hafa verið skráð hjá lögreglunni á Austurlandi það sem af er desember.