24 Mars 2017 10:23
Sjö ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Einn þeirra virti ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir flutningabíl. Hann gaf síðan í og mældist á 120 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Auk þessara brota var hann ekki með ökuskírteini meðferðis.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á tilsettum tíma.
Auk þessa var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Sá hafði gerst sekur um sama athæfi áður og ók sviptur ökuréttindum