9 Febrúar 2021 11:44
Ísilögð vötn, lækir og tjarnir hafa mikið aðdráttarafl, ekki síst fyrir börn. Því er mikilvægt að forráðamenn geri þeim grein fyrir hættunni sem þessu kann að fylgja, en það á ekki að fara út á ís nema að hann sé þykkur og haldi vel. Ef við sjáum einhvern á óöruggum ís skulum við alltaf láta vita.