20 Desember 2009 12:00
Innbrot í verslun Olís í Fellabæ var tilkynnt til lögreglunnar á Egilsstöðum um kl. 09:0 í morgun, sunnudag en þar hafði verið brotist inn s.l. nótt. Þar höfðu verið brotnar þrjár rúður m.a. í inngöngudyrum og farið inn. Talsvert hafði verið rótað til og lítil pappakassi skilin eftir á brauðristarplötu sem var í sambandi. Glóð var í kassanum þegar að var komið.
Ekki virtist miklu hafa verið stolið nema helst einhverju af cicarettum. Um hádegi hafði lögreglan á Egilsstöðum haft uppi á þeim sem hlut áttu að máli sem og um 30 cicarettupökkum og öðru smáræði sem stolið var úr Olís. Tveir menn hafa játað aðild að málinu. Málið telst upplýst.
Um helgina voru tveir ökumenn teknir ölvaðir við akstur á Fljótsdalshéraði í átaki lögreglunnar, við embætti lögreglustjórans á Seyðisfirði, gegn ölvunarakstri.