10 Janúar 2014 12:00
Innbrot í veitingastaðinn Seylon og Alvörubúðina við Eyraveg á Selfossi sem átti sér stað í lok nóvember síðastliðinn hafa verið upplýst. Þar var á ferðinni maður sá sem fyrir skömmu varð uppvís að því að stela söfnunarbaukum á nokkrum stöðum í Reykjavík. Við yfirheyrslur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu viðurkenndi maðurinn innbrotin þegar þegar þau voru borin undir hann. Hann sagðist hafa brotist inn til að komast yfir peninga svo hann hefði fyrir mat. Rannsókn málanna er lokið og framhald þess ræðst hjá ákæruvaldinu.