27 Apríl 2018 10:14
Ökumaður sem ók eftir Reykjanesbraut í vikunni mældist á 167 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Auk hraðakstursbrotsins var uppi grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann því færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum á staðnum.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært níu ökumenn til viðbótar fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Einn þeirra var grunaður um ölvun við akstur.
Þá voru tveir ökumenn til viðbótar teknir úr umferð vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um fíkniefnaakstur.
Skráningarnúmer voru svo fjarlægð af fjórum bifreiðum, ýmist óskoðuðum eða ótryggðum.