28 Júlí 2020 11:58
Sjö samstarfsmenn á Akranesi hafa greinst með COVID-19. Tveir þeirra komu nýlega til landsins en reyndust neikvæðir við skimun á landamærum. Þessir einstaklingar eru nú í einangrun. Fólk íhugi eigin smitvarnir sem aldrei fyrr en bersýnilegt er að margir virðast kærulausir að þessu leyti.
Lögreglan hér á Vesturlandi sendir út þau skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja að herða allar sóttvarnir. Fylgjum fyrirmælum sóttvarnalæknis sem hefur frá upphafi hamrað á að fólk virði 2ja metra regluna, þvoi sér reglulega um hendur og noti handspritt.
Tökum á þessu saman, við erum öll almannavarnir.
Lögreglan á Vesturlandi.