30 Júní 2012 12:00
Tilkynnt var um að maður hefði verið stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan 06 í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður.
Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu síðar og er hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri.
Báðir aðilar eru á þrítugsaldri.Málið er í rannsókn og ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Tilkynnt var um innbrot í bílasölu á Akureyri um þrjú leytið í nótt og þaðan var stolið Porsche Cayenne bifreið. Lögreglan sá bifreiðina á ferðinni skömmu síðar en þegar þeir hugðust hafa afskipti af bifreiðinni gaf ökumaður í og reyndi að stinga lögreglu af.
Ökumaðurinn ók út úr bænum en missti skömmu síðar stjórn á bifreiðinni á Svalbarðsströnd skammt frá bænum Breiðabóli. Bifreiðin fór nokkrametra út fyrir veg þar sem hann að lokum staðnæmdist. Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni slapp ómeiddur og þykir mikil mildi að ekki fór verr.
Ökumaðurinn reyndist vera 17 ára og í mjög annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og gistir nú fangageymslu.
Málið er í rannsókn.