7 Júlí 2005 12:00
Sérstakt umferðareftirlit samkvæmt samningi ríkislögreglustjóra og Umferðarstofu gekk vel fyrstu vikuna. Alls voru 247 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, einn var kærður fyrir ölvun við akstur, tveir fyrir vanrækslu á að nota bílbelti auk þess sem 40 önnur umferðarlagabrot voru kærð svo sem vegna ástands ökutækis, ljósabúnaði væri áfátt, vöntun á breiddarspeglum og vanrækslu á skoðun. Á vegum ríkislögreglustóra hefur einnig verið sérstakt nætureftirlit og ökumenn mega því búast við eftirliti lögreglu á þjóðvegum landsins alla daga vikunnar og hvenær sem er sólarhringsins.