9 Desember 2016 11:10
Lögreglan á Suðurnesjum verður með hert eftirlit í umferðinni um helgina eins og hefð er fyrir á aðventunni. Í nýafstöðnu aðventueftirliti voru rúmlega 200 ökumenn stöðvaðir og kannað með ástand þeirra og réttindi. Fjórir voru teknir vegna gruns um fíkniefnaakstur og einn vegna gruns um ölvunarakstur. Þá mældist einn ökumaður undir mörkum og var honum gert að hætta akstri.
Markmið þessa aukna eftirlits er að auka öryggi vegfarenda í skammdeginu á aðventu þegar umferðarþungi er að jafnaði meiri meiri heldur en á öðrum tímum árs.