11 September 2017 15:52
Liðin vika var frekar róleg og engin alvarleg mál sem komu upp. Skemmtanahald helgarinnar gekk með ágætum en þó var eitthvað um að lögreglan þurfti að aðstoða fólk vegna ölvunarástands þess.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en um var að ræða smáræði af ætluðu kannabis sem fannst á gólfi verslunar hér í bæ.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en þarna hafði barn hjólað fyrir bifreið. Ekki var um alvarleg meiðsl að ræða en barnið var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til frekari skoðunar.
Þrjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða vanrækslu á notkun öryggisbelti í akstri, ólöglega lagningu ökutækis og brot á stöðvunarskyldu.