2 Janúar 2017 16:14
Á milli jóla og nýárs var ungur maður stöðvaður í akstri á Akranesi, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Reyndist hann vera sviptur ökuréttindum og einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Var þetta í áttunda skiptið sem þessi maður er stöðvaður undir áhrifum fíkniefna og sjö sinnum áður hefur hann verið kærður fyrir að aka sviptur ökuleyfi
Á gamlársdag stöðvuðu lögreglumenn í Borgarnesi svo ökumann sem reyndist alln…okkuð við skál. Blés 2.10 prómill í forprófi. Hann var handtekinn og færður til blóðsýnatöku.
Betur fór en á horfðist þegar rúta valt á hliðina á Snæfellsnesvegi sl. fimmtudag 45 voru í rútunni, allt útlendingar nema tveir. 5 leituðu sér aðstoðar vegna meiðsla. Sem betur fer virtust meiðsli minniháttar. Sjö önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið.
Áramótagleði Vestlendinga fór að langmestu leiti vel fram. Þó kom lögregla alloft til aðstoðar vegna ýmiskonar vandræðagangs sem oftar en ekki tengdist ölvun.