10 Maí 2016 16:17
Alls urðu fjögur umferðaróhöpp í sl. viku í umdæmi LVL. Ekið var aftan á kyrrstæðan bíl sem ökumaður hugðist beygja af Vesturlandvegi inn afleggjara að Ölveri. Ökumennirnir voru báðir fluttir á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til nánari skoðunar en meiðsli þeirra voru talin vera minniháttar. Húsbíll fauk útaf Snæfellsnesvegi við Böðvarsholt og hafnaði ofan í vegskurði. Um erlenda ferðamenn var að ræða sem að sluppu án teljandi meiðsla.
Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn talinn vera undir áhrifum lyfja.
Lögreglumenn tóku um 60 ökumenn fyrir of hraðan akstur í sl. viku og um 500 myndir voru teknar af sjálfvirku hraðamyndavélunum og um 90 af þeim voru teknar við Fiskilæk sunnan Hafnarfjalls. Einn þeirra sem lögreglan tók fyrir of hraðan akstur innanbæjar í Borgarnesi ók á 98 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 50 km.
Erlendir ökumenn festu bílaleigubíl sinn í snjó á Kaldadal og voru þjónustuaðilar fengnir til að aðstoða ferðafólkið.