16 Desember 2020 00:11
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði.
Um 120 manns yfirgáfu heimili sín í dag og enn er talin hætta á skriðuföllum. Gripið var til þessara aðgerða til þess að draga úr líkum á slysum á fólki, en enn má búast viðeignatjóni. Enn gengur aur úr skriðusárinu í Botnum sem hefur náð inn í bæinn. Skriða féll síðast rétt umtíuleytið í kvöld en ekki er talið að hún hafi valdið miklum skemmdum.
Óvissustigi vegna skriðuhættu var lýst yfir á Austfjörðum í dag og er enn í gildi. Skriðuhætta er á Austurlandi vegna mikilla rigninga undanfarið og jarðvegur í neðri hluta hlíða er orðinn vatnsmettaður. Skriður hafa fallið neðarlega í hlíðum á Eskifirði, Seyðisfirði og við utanverðan Fáskrúðsfjörð. Spáð er áframhaldandi NA-átt meðúrkomu.
Hættustigi er lýst yfir ef að heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum, þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða.