2 September 2010 12:00
Ríkislögreglustjóri var að þessu sinni gestgjafi á árlegum fundi kennslanefnda Norðurlandanna. Fundurinn var haldinn í Reykjavík 29.-31. ágúst sl. og sátu hann 40 fulltrúar allra Norðurlandanna. Í kennslanefndum eiga sæti rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknar og réttartannlæknar. Dómsmála- og mannréttindaráðherra skipar kennslanefnd ríkislögreglustjóra til þriggja ára í senn. Formaður íslensku nefndarinnar er Bjarni J. Bogason aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Á fundinum var farið yfir skipulag og störf kennslanefnda og rætt um samstarf Norðurlandanna á þessu sviði sem á sér áralanga sögu.
Myndin hér að neðan var tekin af gestum fundarins við Grand Hótel í Reykjavík.