14 Janúar 2013 12:00

Lögreglunni á Suðurnesjum hefur að undanförnu verið tilkynnt um tvo fíkniefnafundi. Í öðru tilvikinu fann öryggisvörður hjá Securitas lítinn poka, með kannabisefnum í, fyrir utan verslun í umdæminu. Í hinu tilvikinu fann borgari nokkurt magn af kannabisefnum í bifreið sinni, sem hann hafði lánað, en fékk til baka með plastpoka með efnunum í. Lögregla tók efnin í sína vörslu og rannsakar málin.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.
 
Fjögur slys vegna hálku
Fjögur umferðaróhöpp urðu vegna hálku um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður sem ók eftir Garðskagavegi missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt. Annar ók út af milli Voga og Kúagerðis. Þriðji ökumaðurinn ók utan í vegrið á Flugvallarvegi og sá fjórði missti stjórn á bifreið sinni á hringtorgi með þeim afleiðingum að hún fór upp á torgið og á umferðarskilti sem þar var. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en talsvert tjón á ökutækjunum.
Þá var ekið á tvær mannlausar bifreiðir og létu þeir sem það gerðu sig hverfa, án þess að gera vart við sig. Lögregla hafði fljótlega upp á öðrum þeirra og hitt málið er í rannsókn.
 
Drengur féll af þaki og lærbrotnaði
Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning þess efnis að piltur hefði fallið af þaki leikskólans í Vogum og slasast. Um var að ræða ellefu ára dreng, sem hafði klifrað upp á þak byggingarinnar. Fljúgandi hálka var á þakinu og rann hann niður af því, með þeim afleiðingum að hann slasaðist á fæti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi, þar sem í ljós kom að hann hafði lærbrotnað.
Þá slasaðist ung stúlka á fæti þegar hún var að æfa stökk á gólfdýnu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Lögreglunni á Suðurnesjum hefur að undanförnu verið tilkynnt um tvo fíkniefnafundi. Í öðru tilvikinu fann öryggisvörður hjá Securitas lítinn poka, með kannabisefnum í, fyrir utan verslun í umdæminu. Í hinu tilvikinu fann borgari nokkurt magn af kannabisefnum í bifreið sinni, sem hann hafði lánað, en fékk til baka með plastpoka með efnunum í. Lögregla tók efnin í sína vörslu og rannsakar málin.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Fjögur slys vegna hálku

Fjögur umferðaróhöpp urðu vegna hálku um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður sem ók eftir Garðskagavegi missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt. Annar ók út af milli Voga og Kúagerðis. Þriðji ökumaðurinn ók utan í vegrið á Flugvallarvegi og sá fjórði missti stjórn á bifreið sinni á hringtorgi með þeim afleiðingum að hún fór upp á torgið og á umferðarskilti sem þar var. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en talsvert tjón á ökutækjunum.

Þá var ekið á tvær mannlausar bifreiðir og létu þeir sem það gerðu sig hverfa, án þess að gera vart við sig. Lögregla hafði fljótlega upp á öðrum þeirra og hitt málið er í rannsókn.

Drengur féll af þaki og lærbrotnaði

Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning þess efnis að piltur hefði fallið af þaki leikskólans í Vogum og slasast. Um var að ræða ellefu ára dreng, sem hafði klifrað upp á þak byggingarinnar. Fljúgandi hálka var á þakinu og rann hann niður af því, með þeim afleiðingum að hann slasaðist á fæti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi, þar sem í ljós kom að hann hafði lærbrotnað.

Þá slasaðist ung stúlka á fæti þegar hún var að æfa stökk á gólfdýnu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.