9 Júní 2008 12:00

Ráðstefna um aðgerðir gegn mansali verður haldin á vegum Ríkislögreglustjóra í samvinnu við Lögreglu höfuðborgarsvæðisins í Þjóðmenningarhúsinu, þriðjudaginn 10. júní en hún er ætluð löggæsluaðilum og öðrum þeim sem þátt taka í aðgerðum gegn mansali.

Unnið hefur verið að lagabreytingum síðustu ár í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda um aðgerðir gegn mansali. Í þeim tilgangi hefur starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytis m.a. unnið að aðgerðaráætlun.

Norsk lögregluyfirvöld hafa mikla reynslu af rannsókn mansalsmála, stefnumótun og aðgerðum. Sérfræðingar þeirra munu á ráðstefnunni miðla af reynslu sinni. Lögð er áhersla á samstarf hinna ýmsu deilda lögreglu, sem og samstarf við aðrar opinbera aðila og samtök sem þekkingu hafa á viðfangsefninu. Markmiðið með ráðstefnunni er að efla færni lögreglunnar á þessu sviði.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og milligöngu um viðtöl við norsku sérfræðingana veitir Rakel Árnadóttir, sérfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra.

Sími: 444 2703

GSM 899 7811

rakel@rls.is