4 Nóvember 2015 16:19
Á föstudagskvöldið n.k. ætlar Lögreglan á Norðurlandi eystra að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst í samfloti við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Fetum í fótspor félaga okkar í höfðborginni. Löggutístið fer þannig fram að Lögreglan á Norðurlandi eystra (Þórshöfn, Húsavík, Akureyri, Dalvík og Siglufirði) mun segja frá öllum verkefnum sem koma inn á hennar borð og af vaktinni á samfélagsmiðlinum Twitter. Um er að ræða tilraun og markmiðið er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum hennar og hvernig starfið gengur fyrir sig.
Löggutístið hefst föstudaginn 6. nóvember 2015 kl. 18 og stendur yfir í hálfan sólarhring, eða til kl. 06 laugardagsmorguninn 7. nóvember.
Lögreglan á Norðurlandi eystra mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @logreglanNE – eða á https://twitter.com/LogreglanNE og nota einnig #-merkið #löggutíst.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Þórunnarstræti 138, 600 Akureyri
Sími 444-2800 (464-7700)