23 September 2005 12:00

Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 21. september sl. sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar að Baugsmálið ætti rætur sínar að rekja til þess að þeir sem fóru með völd í samfélaginu hafi gefið veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki.
Í tilkynningu frá starfmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans í gær er þess krafist að Ingibjörg Sólrún skýri nákvæmlega hvað hún eigi við með þessum orðum. Hún hefur ekki svarað því hvaða veiðileyfi var gefið út eða á hvern hátt rannsóknin hófst með útgáfu þess. Hún hefur hins vegar sagt að Baugsmálið hafi orðið til í ákveðnu andrúmslofti sem enginn væri ónæmur fyrir og því hanga hinar alvarlegu ásakanir enn í lausu lofti að okkar mati.
Við fullyrðum öll að “veiðileyfi” eða “andrúmsloft” hafði engin áhrif á að ákvörðun var tekin um að hefja opinbera rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs eða rannsóknarvinnu okkar í þessu máli. Málið hófst, sem kunnugt er, með því að kæra var lögð fram ásamt gögnum þar sem settar voru fram ásakanir um saknæmt athæfi. Lögreglu ber skylda til þess að bregðast við slíku, óháð vilja ráðamanna eða pólitísku ástandi sem kann að ríkja.
Við munum ekki fjalla um mál þetta frekar á opinberum vettvangi en hvetjum alla sem fjalla um lögreglumál að gera það af ábyrgð.
 
 

Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 21. september sl. sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar að Baugsmálið ætti rætur sínar að rekja til þess að þeir sem fóru með völd í samfélaginu hafi gefið veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki.

Í tilkynningu frá starfmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans í gær er þess krafist að Ingibjörg Sólrún skýri nákvæmlega hvað hún eigi við með þessum orðum. Hún hefur ekki svarað því hvaða veiðileyfi var gefið út eða á hvern hátt rannsóknin hófst með útgáfu þess. Hún hefur hins vegar sagt að Baugsmálið hafi orðið til í ákveðnu andrúmslofti sem enginn væri ónæmur fyrir og því hanga hinar alvarlegu ásakanir enn í lausu lofti að okkar mati.

Við fullyrðum öll að “veiðileyfi” eða “andrúmsloft” hafði engin áhrif á að ákvörðun var tekin um að hefja opinbera rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs eða rannsóknarvinnu okkar í þessu máli. Málið hófst, sem kunnugt er, með því að kæra var lögð fram ásamt gögnum þar sem settar voru fram ásakanir um saknæmt athæfi. Lögreglu ber skylda til þess að bregðast við slíku, óháð vilja ráðamanna eða pólitísku ástandi sem kann að ríkja.

Við munum ekki fjalla um mál þetta frekar á opinberum vettvangi en hvetjum alla sem fjalla um lögreglumál að gera það af ábyrgð.

23. september 2005,

starfsmenn

efnahagsbrotadeildar

ríkislögreglustjórans