13 Janúar 2010 12:00

Embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda brota árið 2009. Athygli vekur að hegningarlagabrotum fjölgaði um 5% milli ára en þar vegur þyngst fjölgun auðgunarbrota. Þjófnuðum fjölgaði um 15% og innbrotum um 27%. Öðrum brotum fækkaði.

Á liðnu ári var lagt hald á 80 kíló af amfetamíni, tæplega 55 kg af maríhúana og 11.699 stykki af hassplöntum.

  

Samantektina má nálgast hér.