12 Apríl 2014 12:00
Síðdegis í gær handtók lögreglan á Akureyri karl og konu á þrítugsaldri vegna gruns um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Framkvæmd var húsleit á heimili þeirra þar sem hald var lagt á um 50 grömm af amfetamíni, 30 grömm af maríhúana, tæki og tól til fíkniefnaneyslu og nokkurt magn lyfseðilsskyldra lyfja. Voru þau látin laus að loknum yfirheyrslum. Málið er í rannsókn.
Auk þessa voru á Akureyri í gærkvöldi og nótt tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og einn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var auk þess án ökuréttinda þar sem hann hafði áður verið sviptur þeim fyrir sömu sakir.