15 Febrúar 2016 11:40
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt nokkuð af fíkniefnum á undanförnum dögum. Í bifreið sem lögreglumenn stöðvuðu voru fimm einstaklingar sem allir voru í annarlegu ástandi. Ökumaðurinn reyndist hafa neytt amfetamíns og var einnig sviptur ökuréttindum. Farþegi var með hníf í buxnastreng, sprautunálar og amfetamín í umbúðum í nærbuxum. Annar farþegi var einnig með amfetamín innan klæða. Hinn þriðji var með slatta af töflum í fórum sínum sem hann gat ekki gert grein fyrir. Að auki fundust nokkrir amfetamínpokar í bifreiðinni. Loks fundust sterar við húsleit hjá einum farþeganna sem lögregla gerði í kjölfarið.