3 Febrúar 2012 12:00
Við reglubundið eftirlit með komu Herjólfs frá Þorlákshöfn um kl.15:30 í dag var haft afskipti af ökumanni bifreiðar sem var að koma með skipinu. Í ljós kom að ökumaðurinn var sviptur ökuleyfi. Fíkniefnahundurinn Luna var látinn leita í bifreiðinni og fann hann í farangusgeymslu hennar um 150 til 200 grömm af maríhúana. Ökumaður bifreiðarinnar, sem er 21. árs gamall, reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni 22 ára gamall karlmaður og eigandi hennar viðurkenndi að eiga efnin. Hann sagði þau ætluð til eigin nota.