2 Júlí 2010 12:00
Í gærkvöldi gerði lögreglan í Vestmannaeyjum húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum. Við leit í íbúðinni fundust um 55 grömm af marihúana og nokkur grömm af hassi. Húsráðandi var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann gisti s.l. nótt. Hann viðurkenndi að eiga efnin og sagði þau til eigin nota en neitaði að efnið væri ætlað til sölu. Frekari yfirheyrslur yfir manninum verða í dag. Einnig fundust um 170 þúsund kr. í peningum. Aðili þessi er þrítugur að aldri og hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála.