28 Febrúar 2013 12:00
Lögreglumenn við embætti lögreglustjórans á Seyðisfirði gerðu í gær húsleit í húsi á Seyðisfirði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleitina fundust um 9 kannabisplöntur og græðlingar, 160 gr. af kannabisefnum og lítils háttar af ætluðu amfetamíni. Við húsleitina naut lögreglan aðstoðar fíkniefnaleitarhunds tollgæslunnar á staðnum. Einn maður var handtekinn vegna málsins og er hann nú laus úr haldi. Málið telst að fullu upplýst.