8 Febrúar 2008 12:00
Í gærkvöldi, fimmtudag, barst lögreglu vísbending um aðila sem tengdust þjófnaði á tveimur fartölvum í Fjölbrautaskóla Suðurlands og í heimavist skólans sem átti sér stað í síðustu viku. Aðilar sem höfðu lesið frétt í héraðsblöðunum á Selfossi um þjófnaðinn komu lögreglu á sporið. Í kjölfarið voru fjórir unglingsdrengir handteknir. Tölvurnar fundust hjá tveimur drengjanna. Drengirnir voru yfirheyrðir og hafa viðurkennt að hafa stolið tölvunum og komið þeim í sölu. Málið er upplýst og eigendur munu fá fartölvurnar sínar í hendur en ekki er víst að gögninn sem áttu að vera inni á þeim séu enn til staðar. Atvik þetta ætti að vera áminning um að eigendur tölva afriti gögn reglulega.