30 Maí 2014 12:00
Í tilefni þess að Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglumaður lætur af embætti í dag hélt ríkislögreglustjóri henni kaffisamsæti í kveðjuskini. Ríkislögreglustjóri veitti henni viðurkenningu fyrir vel unnin störf fyrir lögregluna og í þágu almennings en Dóra Hlín hefur starfað sem lögreglumaður í rúm 40 ár. Dóra Hlín er önnur af tveim fyrstu konum í sögu lögreglunnar til að klæðast lögreglubúningi og gegna almennum lögreglustörfum. Hin konan er Katrín Þorkelsdóttir og voru þær kynntar í búningi 30. júní 1974.
Hér að neðan eru myndir frá kveðjukaffinu ásamt ítarefni um sögu lögreglukvenna.
Saga lögreglukvenna (Guðmundur Guðjónsson, 1997)
Saga lögreglukvenna (Guðmundur Guðjónsson, 1997)
Saga lögreglukvenna (Guðmundur Guðjónsson, 1997)
Vikan_26_12_71-1
Vikan_26_12_71-2
Vísir_1974