6 Janúar 2021 09:34
Ríkislögreglustjóri hefur gefið út bráðabirgðatölur fyrir árið 2020. Um er að ræða árlega úttekt á afbrotum sem skráð voru hjá lögreglunni á öllu landinu á nýliðnu ári.
Hegningarlagabrot voru svipað mörg og árið á undan (+2%) á meðan sérrefsilagabrotum og umferðarlagabrotum fækkar töluvert mikið milli ára. Í sérrefsilögum munar mestu um færri áfengis- og fíkniefnabrot, sjá mynd 3. Umferðarlagabrotum fækkar nánast í öllum undirflokkum en lang mestu munar um 25% færri hraðakstursbort.
Talsverðar sveiflur geta verið á haldlögðu magni fíkniefna milli ára og átti það einnig við um 2020. Haldlagt var töluvert minna magn af kókaíni heldur en síðustu ár eða 7.751 gr. en töluvert meira magn af amfetamíni eða 27.232 gr.