14 September 2015 15:11
Laugardaginn 13. september sl. var gerð leit að manni sem saknað var í Seyðisfirði. Leitin fór af stað eftir að upplýsingar komu frá eiginkonu hans í Sviss um að ekki næðist í hann. Eftir um fjögurra klukkustunda leit fannst maðurinn látinn. Áður hafði bifreið mannsins fundist mannlaus við Fjarðarselsvirkjun í Seyðisfirði. Maðurinn virðist hafa fallið í klettum við Ytri-Hádegisá í sunnan verðum Seyðisfirði, hann hét Pascal René Danz Lunn og er Svissneskur ríkisborgari
Lögreglan þakkar björgunarsveitum fyrir aðstoðina.