29 Maí 2008 12:00
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri átti í morgun fund með hinum litháíska starfsbróður sínum, Telycenas Vizgirdas. Fundur þeirra fór fram í Vilnius, höfuðborg Litháens.
Á fundinum voru margvísleg lögreglumálefni rædd. Ákveðið var að efla samvinnu Íslands og Litháens á þessu sviði og mun það samstarf m.a. taka til skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðunin felur m.a. í sér gagnkvæm skipti á upplýsingum.
Jafnframt þáði ríkislögreglustjóri Litháens boð Haraldar Johannessen um heimsókn hingað til lands.
Yfirmaður rannsóknardeildar litháísku lögreglunnar, Algirdas Matonis, sat einnig fundinn. Hann hefur einnig þegið boð um heimsókn til Íslands.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Telycenas Vizgirdas, hinn litháíski starfsbróðir hans, kveðjast að fundi loknum í Vilnius, höfuðborg Litháens.