2 Ágúst 2006 12:00
Lögreglustjórar munu halda úti fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina, hver í sínu umdæmi.
Því eftirliti til viðbótar mun embætti ríkislögreglustjóra hafa á sínum vegum fíkniefnaleitarhunda og sérþjálfaða fíkniefnalögreglumenn, sem munu ferðast um landið lögreglustjórunum til stuðnings. Um er að ræða fíkniefnaleitarhunda og stjórnendur þeirra frá lögreglunni í Reykjavík, tollstjóranum í Reykjavík og sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, ásamt fíkniefnalögreglumönnum af höfuðborgarsvæðinu. Þessu aðstoðarliði, sem er á annan tug manna, er skipt upp í nokkra hópa, sem ferðast um landið, allt eftir því hvar þeirra er mest þörf hverju sinni.