14 Ágúst 2015 13:17
Lögreglan í Vestmannaeyjum auglýsir eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á Þjóðhátíðinni þegar maður féll í jörðina við auglýsingaskilti sem var upp við hvítu tjöld heimamanna, gegnt brúnni yfir tjörnina. Talið er að atvikið hafi átt sér stað um kl. 02:00 aðfaranótt 1. ágúst sl. og var maðurinn, síðar um daginn, fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með sjúkraflugi vegna gruns um að hann hafi fengið heilablæðingu.
Þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar varðandi atvikið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 444 2090 eða í gegnum facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.