1 Júní 2016 20:39
Á vefmiðlinum Eyjan í kvöld er greint frá því að frönsk stjórnvöld hafi beðið íslensk stjórnvöld um átta lögreglumenn til starfa á EM í Frakklandi. Þar er því haldið fram samkvæmt heimildum Eyjunnar að hópurinn „yrði kynjablandaður og þá var sömuleiðis lögð áhersla á framganga lögreglumannanna myndi einkennast af „mjúkri stefnu“ ( e. soft policy). „.
Embætti ríkislögreglustjóra hefur af þessu tilefni farið yfir gögn frá frönskum stjórnvöldum sem embættinu bárust. Hinn tilvitnaða texta Eyjunnar er ekki að finna í þeim gögnum.
Embætti ríkislögreglustjóra kannast því ekki við slíka beiðni frá frönskum stjórnvöldum.