28 Júlí 2020 14:39
Lögreglan á Suðurlandi skorar á íbúa umdæmisins og þá sem um það ferðast að leggja sig fram um að gæta að sér við sóttvarnir og virða samfélagssáttmálann sem við höfum verið að vinna eftir. Áskorun þessi er vegna fjölda þeirra smita sem greinst hafa í samfélaginu að undanförnu óháð staðsetningu þeirra enda ljóst að mikil ferðalög landsmanna myndu dreifa smiti hratt um allt land ef svo ber við.
Í samfélagssáttmálanum felst að við:
- Þvoum okkur um hendur
- Sprittum hendur
- Munum 2 metra fjarlægð
- Sótthreinsum sameiginlega snertifleti
- Verndum viðkvæma hópa
- Hringjum í heilsugæsluna ef við fáum einkenni
- Tökum áfram sýni
- Virðum sóttkví
- Virðum einangrun
- Veitum áfram góða þjónustu
- Miðlum traustum upplýsingum
- Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hvert annað
Munum að það verður hver að gæta að sjálfum sér. Ef við erum í aðstæðum sem okkur finnast óásættanlegar er fyrsta aðgerðin að fara úr þeim og á stað þar sem við teljum okkur örugg hvað smitvarnir varðar.