12 September 2008 12:00
Í skýrslunni eru fróðlegar og áhugaverðar upplýsingar um starfsemi embættisins og þau viðfangsefni sem unnið hefur verið að, svo sem út frá löggæsluáætlun.
Skýrslan er sú tíunda sem embættið sendir frá sér. Af því tilefni er í viðauka tekið saman yfirlit um þróun embættisins á þessum tíma og áhrif þess á lögregluna í landinu. Ríkislögreglustjóri víkur að þessum tímamótum í formála skýrslunnar og getur jafnframt um þá framtíðarsýn sem hann hefur á löggæslumálum. Ennfremur er í skýrslunni fjallað um áhugaverðar niðurstöður símakönnunar sem embættið lét gera á meðal lögreglumanna sem létu af störfum á árunum 2002 til 2007.
Skýrsluna má nálgast á rafrænu formi hér.
Skýrsluna má nálgast á rafrænu formi hér.