21 September 2010 12:00
Alvarlagt umferðarslys varð fyrir stuttu á Biskupstungnabraut skammt sunnan við gatnamót Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar. Tilkynning um slysið barst til lögreglu kl. 10:25. Þarna hafði stór fólksbifreið með sex manns oltið á veginum. Þrír eru taldir mikið slasaðir. Tveir verða fluttir með þyrlu á slysadeild Landspítala og einn með sjúkrabíl. Þrír minna slasaðir verða fluttir með sjúkrabílum á heilsugæslustöðina á Selfossi til aðhlynningar. Vegna slyssins hefur Biskupstungnabraut verið lokað á milli Minni Borgar og Svínavatns. Umferð hefur verið beint um Sólheimaveg. Vegurinn verður lokaður þar til lögreglurannsókn verður lokið á vettvangi. Í bifreiðinni voru sex erlndir ferðamenn á ferðalagi. Á þessari stundu er ekki vitað um hversu alvarleg meiðslin eru.