29 Mars 2016 11:43
Lögreglumenn á Suðurnesjum könnuðu yfir páskahátíðina ökuréttindi leigubifreiðastjóra á bifreiðastæðinu við komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Er skemmst frá því að segja að allir voru með sitt á hreinu og höfðu tilskilin ökuréttindi og akstursheimildir í lagi. Kváðust þeir ánægðir með þetta framtak lögreglu. Sama máli gegndi um þá sem flytja fólk til og frá flugstöðinni í atvinnuskyni. Þegar þeirra réttindi voru könnuð reyndist allt í besta lagi. Við eftirlit með umferð um flughlað og umhverfis flugstöðina var akstur ökumanna til fyrirmyndar og engin tilefni til afskipta. Loks var lögreglsa með eftirlit með skemmtistöðum í umdæminu um páskahátíðina og þar fór allt vel fram.