19 Febrúar 2010 12:00
Afbrotatölfræði fyrir janúar hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.
Á síðustu árum hefur hraðakstursbrotum fjölgað gríðarlega og telja þau nú einhver þúsund í hverjum mánuði. Þegar horft er aftur til ársins 2005 var fjöldi hraðakstursbrota 23.645 en heildarfjöldi umferðarlagabrota á því ári var 39.629. Á árinu 2009 voru hraðakstursbrot orðin 43.109, sem eru fleiri brot en öll umferðarlagabrot á árinu 2005. Heildarfjöldi umferðarlagabrota var hinsvegar 55.306. Breytingin sem varð á hraðakstursbrotum milli áranna 2005-2009 jafngildir 82% aukningu en heildaraukning allra umferðarlagabrota er 40%. Hlutfall hraðakstursbrota af heildarfjölda umferðarlagabrot á árinu 2005 var 60% en 78% 2009.
Skýrsluna má nálgast hér.