5 Desember 2011 12:00
Afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra 2010
Tölfræðiskýrsla ríkislögreglustjóra sem birtir staðfestar tölur um afbrot fyrir árið 2010 er komin út.
Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að á árinu 2010 voru tilkynnt 73.525 brot til lögreglu og var heildarfjöldi brota færri en árin 2009 og 2008. Hegningarlagabrotum fækkaði um 7% milli ára en auðgunarbrot, innbrot/þjófnaðir, höfðu þar mestu áhrifin en þeim fækkaði um 10% frá árinu 2009 til 2010. Þá voru umferðarlagabrot færri en árið á undan en sérrefsilagabrotum fjölgaði um 15%.
Lagt var hald á um 27 kg af maríhúana á árinu 2010 og 11 kg af amfetamíni. Þá var lagt hald á um 15.000 e-töflur, sem er fjölgun frá árinu á undan. Einnig var lagt hald á mikið af hassplöntum eða rúmlega 9.000 stykki.
Skýrslan hefur verið gefin út í prentuðu formi en hún er einnig aðgengileg hér og á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is undir liðnum Tölfræði/rannsóknir.