19 Desember 2014 12:00
Í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra kemur m.a. fram að fleiri voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíknefna árið 2013 en síðustu tvö ár á undan, eða 940 einstaklingar. Hlutfall kærðra karla er mun hærra en kvenna, en á tímabilinu 2011-2013 voru þeir um og yfir 85% kærðra einstaklinga.
Fyrstu ellefu mánuði ársins eru brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna 1.371 talsins, og hafa aldrei verið fleiri þrátt fyrir að árið sé ekki á enda.
Afbrotatíðindin í heild sinni má sjá hér.