27 Maí 2013 12:00
Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð eru nú komin út. Þar kemur meðal annars fram að ítrekunartíðni í ölvunar- eða fíkniefnaakstri var um 20% á árinu 2012. Meðalaldur ökumannanna var 30 ár og miðgildið 26 ár, en yngri ökumenn eru líklegri til til að brjóta ítrekað af sér skv. gögnum lögreglu og karlar frekar en konur. Gögnin byggja á upplýsingum í málaskrá lögreglu um afskipti lögreglu af ökumönnum sem teknir voru vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaksturbrot á árinu 2012.
Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.