24 Nóvember 2014 15:56
Ríkislögreglustjóraembættinu hefur borist fjöldi fyrirspurna um skotvopnaeign landsmanna. Í afbrotatíðindum fyrir októbermánuð farið yfir skotvopnaeign og skotvopnaleyfi. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi skotvopna á skrá er yfir 70 þúsund og þar af eru haglabyssur langalgengasta vopnið, næst á eftir þeim eru rifflar. Þeir einstaklingar sem skráðir eru fyrir skotvopnum, eru að meðaltali skráðir fyrir 2,5 slíkum og eiga 469 skotvopnaeigenda 10 vopn eða fleiri, flestir eiga þó aðeins eitt vopn.
Afbrotatíðindin í heild sinni má finna hér.